Thursday, December 8, 2011

Ganga á laugardaginn 10. des kl 13

Þá er komið að vikulegri göngu hjá okkur. Við ætlum að hittast aftur á Geithálsinum þar sem það er svo æðislega þægilegt svæði til að hittast á.
Við vonumst til að sjá sem flesta og að allir fái að skemmta sér vel :D.
Ef þið þekkið einhverja sem vita ekki af okkur og hafa áhuga endilega bjóðið þeim með :D.

Kv Fjóla

Friday, December 2, 2011

Ganga á sunnudaginn 4. desember kl 11

Jæja gott fólk þá er komið að alvöru vetrar göngu. Hún Kristín ætlar að sjá um gönguna um helgina þar sem Helga er hálf fótlama og ég Fjóla er að syngja á endalausum æfingum vegna jólatónleika og kemst ekki.
En það verður ganga kl 11 á sunnudaginn 4. desember og verður gangan í kringum Ástjörn og ætlum við að hittast kl 11 hjá Haukahúsinu.
Við vonumst til að sem flestir komist þrátt fyrir að við séum vant við látnar ;D. EN svo langar okkur endilega að vera með skemmtilega jólagöngu fyrir jól.
Eigið það gott.

Kveðja Fjóla og Kristín

p.s. síminn hjá Kristínu er 6906667

Thursday, November 17, 2011

Ganga 20. nóvember kl 13:00

Jæja gott fólk við ætlum að hittast á Geithálsinum kl 13:00 á sunnudaginn og taka góða göngu saman. Vonumst til að sjá sem flesta. Endilega ef þið þekkið einhverja sem eiga smáhunda og vantar góða göngufélaga látið þá vita af okkur svo að sem flestir geti tekið þátt.

Sjáumst hress á sunnudaginn :D.

Kveðja Fjóla

Saturday, November 12, 2011

Fréttir

Komiði öll sæl :D.
Mig langaði bara að láta ykkur vita að það verður frí hjá okkur í þessari viku og þessvegna verður engin smáhundaganga núna um helgina. Fyrir þá sem eru alveg rosalega spenntir að hittast samt kvet ég ykkur til þess að fara eindilega í göngu saman :D.
Við hjá Smáhundagöngum óskum ykkur góðrar helgar :D.

Kv Fjóla

Wednesday, November 2, 2011

Ganga á laugardaginn 5. nóvember kl 15:30

Jæja þá ætlum við að reyna aðra helgar göngu vetrarins. Ég vonast til að sjá fleyri í þessari göngu þessvegna erum við að prófa nýjann dag og nýja tímasetningu til að sjá hvað henntar best. Ef þið hafið einhverjar óskir um tíma eða dag látið okkur þá endilega vita með því að commenta hér eða senda mér tölvupóst á fjolaogmoli@gmail.com. Við viljum endilega finna tíma sem henntar flestum.
En við ætlum aftur að fara og labba hjá Brúfelsgjánni og hittast kl 15:15 hjá bílaplaninu við Vífilstaðavatn. Endilega látið mig vita ef þið ætlið að mæta svo við vitum eftir hverjum við þurfum að bíða.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest og ná almennilegri hópmynd þar sem hin hópmyndin klúðraðist ;D.

Kveðja Fjóla

Wednesday, October 26, 2011

Ganga um helgina 30. október :D

Jæja góðir vinir og félagar þá er komið að fyrstu göngu vetrarins. Við ætlum að fara á sunnudagin kl 14:00 og labba hjá Búrfelsgjánni í Heiðmörk. Planið er að hittast á bílastæðinu hjá Vífilsstaðavatni kl 13:45 og fara svo í samfloti að gönguleiðinni (en fyrir þá sem fóru í hrillings gönguna í Þjóðhátíðar lundi vita hvaða bílastæði ég er að tala um ;9).
Ég er búin að athuga veðrið og eins og er á það að vera gott og við vonum bara að það haldist þannig. Við stefnum á að labba í svona klukkutíma en það fer eftir veðri hvort við löbbum lengur eða skemur ;D.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest svo ég geti náð góðri hópmynd af hópnum til að setja á síðuna okkar :D.

Sjáumst hress og kát á sunnudaginn :D.

Kveðja Fjóla, Helga og Kristín

Sunday, October 23, 2011

Auka ganga :D

Þar sem við höfum fengið óskir um að fara í g0ngu á mánudögum eða þriðjudögum þá ætlum við að bæta einni við á morgun. Við ætlum að labba í Hjallaflötum í Heiðmörk og hittast á bílastæðinu þar. Mér skilst að það séu gámar á bílastæðinu sem getur hjálpað ykkur að fina rétta staðinn. Við ætlum að hittast kl 17:30 og taka gott labb.
Við vonumst til að sem flestir komist. Ef þið hafið einhverjar spurningar bið ég ykkur um að hafa samband við Kristínu í síma 690-6667 þar sem hún verður yfir þessari göngu.
Ég vonast til að sjá sem flesta og að veðrið haldist gott.
Annars langaði mig að láta ykkur vita að það verður líklegast dag ganga um helgina þar sem skammdegið er að hellast óðfluga yfir okkur og við höfum ekki svo mikið að dagsbirtu eftir til að fara í seiniparts göngur á virkum dögum.
Endilega fylgist vel með síðunni okkar til að vita hvenar og hvar næsta ganga verður ;D.

Kær kveðja Fjóla Dögg

Thursday, October 20, 2011

Ganga í Hafnarfirði

Þá er komið að vikulegri göngu okkar en þar sem síðasta ganga var algjört disaster þá ætlum við að reyna að bæta fyrir það núna ;D. Það er spáð rigningu en ekki fárviðri eins og síðast þannig að við vonum að þetta verði bara léttur úði og að allir komi klæddir eftir veðri.
Við ætlum að hittast hjá Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfiðri kl 17:30 en gangan verður í kringum Ástjörn.
Þar sem það gæti verið að ég (Fjóla) komist ekki þá ætla ég að gefa upp símana hjá Kristínu: 6906667 og Helgu: 6947415 ef þið lendið í einhverjum vandræðum og þurfið frekari aðstoð.
Ég vonast samt til að sem flestir mæti :D.

Kær kveðja Fjóla

p.s. Mig langar að minna alla á HRFÍ Laugarvegsgönguna sem verður núna á laugardaginn kl 13:00. Frekari upplýsingar er hækt að fá hér http://hrfi.is/displayer.asp?page=44&Article_ID=1332&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP\~Pg44.asp

Friday, October 14, 2011

Seint kemur er kemur samt ;D

Ég er búin að vera svo upptekin í námi og svo var ég að fá hafhenda íbúðina mína í þessari viku :D. þannig að ég náði bara ekkert að fara yfir myndirnar fyrr en núna rétt í þessu :D. En það varð eitthvað lítið af spennandi myndum úr göngunni síðast og Kristín (sem tók hópmyndina) náði að eiða óvart öllum myndunum þannig að við þurfum að gera aðra tilraun í hópmyndina ;D.
En hér koma þær sem ég náði að taka :D.

Rassar upp í vindinn ;D

Rosa stuð hjá strákunum

Systurnar alltaf fínar

Sóldís fékk að koma með okkur í þessa göngu :D

Aris altaf jafn sæt

Ég minni ykkur svo á gönguna núna í dag kl 16:45 vonast til að sjá sem flesta þrátt fyrir að það sé spáð rigningu, allir komi bara klæddir eftir veðri ;D.

Kær kveðja Fjóla og góða helgi :D

Tuesday, October 11, 2011

Þjóðhátíðarlundur :D

Jæja gott fólk þá er komið að nýrri göngu hjá smáhundaklúbbnum :D. Við vinkonurnar Kristín og helga fórum á stúfana í síðustu viku og fundum fult af nýjum skemmtilegum gönguleiðum sem við ætlum að prófa í vetur.
Sá staður sem verður fyrstur fyrir valinu er Þjóðhátíðarlundur í Heiðmörk. Við ætum að hittast kl 16:45 á föstudaginn á bílastæðinu við Vífilsstaðavatn og keyra þaðan í samfloti upp að Þjóðhátíðarlundi. Þeir sem vita hvar Þjóðhátíðarlundurinn er er velkomið að keyra þangað sjálf en við hittumst þá bara á staðnum kl 17:00 :D.
Það væri gott að fá að vita hverjir ætla ða mæta svo við séum ekki að bíða endalaust eftir eihverjum sem kemur svo ekki :).
Við sjáumst þá hress og kát á föstudaginn kl 16:45 við Vífilsstaðavatn :D.

Kveðja Fjóla

Tuesday, October 4, 2011

Ganga á föstudaginn 7. október kl 17:00

Við ætlum að hittast á Geithálsi en þetta gæti verið síðasta gangan þar í smá tíma. Við Fjóla, Kristín og Helga ætlum að hittast til að ræða aðrar gönguleiðir sem við getum hist á. Ef þið vitið um einhvern frábæran stað til að fara með hóp af hundum í lausagöngu megið þið endilega senda mér tölvupóst eða setja comment við þennann póst :D.
Einnig langar okkur að láta ykkur vita að í vetur stefnum við á að færa göngurnar okkar yfir á helgarnar og hafa þá dagsgöngur (ekki kvöld göngur). Aðal ástæðan fyrir þessu er að dagurinn er miklu styttri á veturnar og því farið að rökkva svo snemma dags.
Við hlökkum svo til að sjá ykkur allar á föstudaginn.

Kær kveðja Fjóla

Monday, September 26, 2011

Ganga miðvikudaginn 28. september kl 17:00

Við ætlum að hafa aðra göngu núna á miðvikudaginn kl 17:00 og hvar haldið þið... í Geithálsi ;D. Við vonumst til að sjá sem flesta og að veðrið leiki við okkur :D.

Kær kveðja Fjóla

Friday, September 23, 2011

Ný ganga :D

Við ákváðum þar sem það var svo gaman hjá okkur á fimmtudaginn að vera með aðra göngu núna á sunnudaginn kl 14:00. Við erum hækt og rólega að aðlaga okkur fyrir veturinn en þá munum við líklega færa okkur alfarið yfir á helgarnar því ekki nennum við að ganga í myrkri einhverstaðar í óbyggðum ;D.
Við ætlum aftur að hittast í Geithálsinum og vonast ég til að sjá sem flesta og sérstaklega þá sem komast aldrei á virkum dögum :D.

Kær kveðja Fjóla Dögg :D

Thursday, September 22, 2011

Myndir frá göngunni í dag :D

Ég þakka ykkur öllum stelpur fyrir frábæra göngu í dag. Ég er búin að fara yfvir myndirnar sem ég tók og sigta úr þær bestu en hér koma þær :D.

Þarna eru systkinin Ronja og Gizmó, en það er alltaf gaman hjá þeim

Kristín var vinsæl en hún stóð fyrir nammi leit fyrir hundana ;D

Aris var hress að vanda


Litli Leó sem Hilma er að passa en hann er bara 4. mánaða gamall

Aníta öldungurinn í hópnum skemmti sér konunglega og naut sín :D

Cosmo hennar Steinunnar var hress :D

Leó og Emma


Birta sæta náði að draga nánast alla fjölskylduna sína með í gönguna í þetta skiptið en við mannfólkið vorum virkilega ánægð með það :D


Gaman gaman :D

Cosmo og Leó

Aris alltaf jafn falleg þessi elska

Emma sín tók lífinu með ró :9


Aníta að hlapa til mömmu sinnar :D

Arisi finst fátt skemmtilegra en að elta bolta :D

Hilma og Kapitola með alla voffana

Ilmur og Birta urðu góðar vinkonur :D

HLAUPA!!!!!!!!!!!!!!!!!


BÖHH!!!

VÍÍÍ!!!!



Systurnar að eltast við Birtu

bolti,bolti,bolti.....

og svo eina af Cosmo sæta í lokin :D.

Takk aftur fyrir gönguna stelpur, við erum að velta fyrir okkur að vera með eina göngu núna á sunnudaginn kl 14 en við látum ykkur vita ef úr henni verður.

Knúsar og kær kveðja
Fjóla Dögg

Monday, September 19, 2011

Ganga fimmtudaginn 22. september kl 17:00!!

Jæja gott fólk þá er komið að vikulegri göngu smáhundahópsins. Við ætlum aftur að leggja för okkar í Geithálsinn þar sem svo margir eru búnir að læra leiðina þangað :D. Gamgan verður á fimmtudaginn næstkomandi kl 17:00 og vonumst við til að sjá sem flesta. Við leifum hundunum að hlaupa frjálsum og fá þeir þannig að kynnast betur.
Ég vonast til að sjá sem flesta, en fyrir þá sem rata ekki þá ætla ég að reyna að setja inn góða leiðarlýsingu hérna inn seina í vikunni :D.

Kær kveðja Fjóla Dögg

p.s. mig langar endilega að minna ykkur á að skrá mailið ykkar hér til hliðar í rammann fyrir neðan "Fáðu sendar upplýsingar um göngur" en þið þurfið svo að staðfesta mail sem þið fáið sent á póistinn ykkar :D.

Wednesday, September 14, 2011

Myndir úr göngu 14. september :D

Mig langar að byrja á að þakka öllum sem komu og þeirri sem komst næstum því ;D. Ég hlakka mikið til að hitta ykkur allar aftur og hundana en ég mun auglýsa göngu næstu viku fljótlega :D. Einnig langar mig að minna á smáhundadaga í Garðheimum um helgina og vonast ég til að sjá ykkur þar með hundana :D.
Ég tók með mér myndavélina í gönguna og smellti af nokkum myndum af hundunum og eigendum ;D.

Þarna er hún Ronja hennar Kapitolu og hann Moli minn að kynnast :D

Moli kominn á fult í eltingaleik með Birtu hennar Margrétar ;)

Moli, Birta og Zorro hennar Hilmu sem var svona líka hrifin af Mola ;D

Það var einhver ónefndur sem pissaði á hausinn á Emmu hennar Helgu þannig að Helga tók málið í sínar hendur og skolaði á henni hausinn ;D

Ronja og Emma

Og þetta er hann Gizmó hennar Kapitolu :D

Aris sæta hennar Kristínar var hress með boltann sinn

Aris fína

á flugi að leita að boltanum

Svona líka gaman hjá Birtu og Arisi

Litla krúttið

Moli og Birta

Mér finnst þessi mynd svo æðisleg. Það er alveg eins og Gizmó sé að undirbúa að bregða Mola sem er alveg glórulaus ;D

Þarna erum við svo allar saman eftir gönguna, frá vinstri (sorry en ég man ekki hvað vinkona þín/systir heitir Margrét :S) Helga, Margrét, Kapitola, Himla og Kristín :D.

En og aftur takk fyrir gönguna stelpur ég skemmti mér konunglega :D.

Fjóla

p.s. mig langar en og aftur að minna á að þið skráið mailið ykkar hérna til hliðar svo þið fáið sendar upplýsingar um göngur í pósti :D.

Monday, September 12, 2011

14. september kl 17:00 verður ganga :D

Við ætlum í aðra göngu núna á miðvikudaginn kl 17 og viljum endilega ða sem flestir fjölmenni. Við ætlum aftur að labba í Geithálsi enda er það alveg eðal staður ;D.
Mig langar að vekja athyggli ykkar að því að þið getið skráð netfangið ykkar hér til hliðar og fengið sendan póst um hvenar göngur verða sem getur komið sér vel :D.
Við vonumst til að sjá sem flesta.

Kær kveðja Fjóla Dögg fjolaogmoli@gmail.com.

p.s. ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar þá sendið þið bara á mig mail :D.

Saturday, September 10, 2011

Myndir frá fyrstu göngunni :D

Við skemmtum okkur konunglega í fyrstu göngunni. Hundarnir léku sér og við mannfólkið spjölluðum um daginn og veginn :D. Við tókum nokkrar myndir af voffunum en gleymdum alveg að taka myndir af okkur ;9 en það verður bara næst.
Við vonumst til að sjá sem flesta í næstu göngu en við stefnum á að fara í aðra á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku.

Þetta er hann Moli minn, hann er 6 ára Chihuahua strákur og elskar alla :D

Þarna er hún Kristín að gefa voffunum smá göngu nasl :D

Þetta er Draumey en hún Kristín á hana. Hún er ca 1 og hálfs árs Chihuahua stelpa :D

Þarna eru hjónin eins og við kjósum að kalla þau en þetta er hann Moli minn (hægra meginn) og hún Emma (vinstra meginn). Helga á hana Emmu en hún er ca 2 ára Chihuahua stelpa :D.

Eins og þið sjáið var rosalega mikið stuð hjá voffunum og það var mikið um eltingaleiki :D

GAMAN :D

Þarna er Moli minn og hún Aris sem er 4 ára Papillon stelpa en hún Kristín á hana líka :D

og að lokum ein af þeim öllum. Frá vinstri Emma, Aris, Draumey og Moli.

Við hlökkum til næstu göngu og vonumst til að sjá ÞIG þar :D!!!!!!