Við ætlum að hittast á Geithálsi en þetta gæti verið síðasta gangan þar í smá tíma. Við Fjóla, Kristín og Helga ætlum að hittast til að ræða aðrar gönguleiðir sem við getum hist á. Ef þið vitið um einhvern frábæran stað til að fara með hóp af hundum í lausagöngu megið þið endilega senda mér tölvupóst eða setja comment við þennann póst :D.
Einnig langar okkur að láta ykkur vita að í vetur stefnum við á að færa göngurnar okkar yfir á helgarnar og hafa þá dagsgöngur (ekki kvöld göngur). Aðal ástæðan fyrir þessu er að dagurinn er miklu styttri á veturnar og því farið að rökkva svo snemma dags.
Við hlökkum svo til að sjá ykkur allar á föstudaginn.
Kær kveðja Fjóla
No comments:
Post a Comment