Þar sem við höfum fengið óskir um að fara í g0ngu á mánudögum eða þriðjudögum þá ætlum við að bæta einni við á morgun. Við ætlum að labba í Hjallaflötum í Heiðmörk og hittast á bílastæðinu þar. Mér skilst að það séu gámar á bílastæðinu sem getur hjálpað ykkur að fina rétta staðinn. Við ætlum að hittast kl 17:30 og taka gott labb.
Við vonumst til að sem flestir komist. Ef þið hafið einhverjar spurningar bið ég ykkur um að hafa samband við Kristínu í síma 690-6667 þar sem hún verður yfir þessari göngu.
Ég vonast til að sjá sem flesta og að veðrið haldist gott.
Annars langaði mig að láta ykkur vita að það verður líklegast dag ganga um helgina þar sem skammdegið er að hellast óðfluga yfir okkur og við höfum ekki svo mikið að dagsbirtu eftir til að fara í seiniparts göngur á virkum dögum.
Endilega fylgist vel með síðunni okkar til að vita hvenar og hvar næsta ganga verður ;D.
Kær kveðja Fjóla Dögg
No comments:
Post a Comment