Jæja gott fólk þá er komið að nýrri göngu hjá smáhundaklúbbnum :D. Við vinkonurnar Kristín og helga fórum á stúfana í síðustu viku og fundum fult af nýjum skemmtilegum gönguleiðum sem við ætlum að prófa í vetur.
Sá staður sem verður fyrstur fyrir valinu er Þjóðhátíðarlundur í Heiðmörk. Við ætum að hittast kl 16:45 á föstudaginn á bílastæðinu við Vífilsstaðavatn og keyra þaðan í samfloti upp að Þjóðhátíðarlundi. Þeir sem vita hvar Þjóðhátíðarlundurinn er er velkomið að keyra þangað sjálf en við hittumst þá bara á staðnum kl 17:00 :D.
Það væri gott að fá að vita hverjir ætla ða mæta svo við séum ekki að bíða endalaust eftir eihverjum sem kemur svo ekki :).
Við sjáumst þá hress og kát á föstudaginn kl 16:45 við Vífilsstaðavatn :D.
Kveðja Fjóla
No comments:
Post a Comment