Wednesday, October 26, 2011

Ganga um helgina 30. október :D

Jæja góðir vinir og félagar þá er komið að fyrstu göngu vetrarins. Við ætlum að fara á sunnudagin kl 14:00 og labba hjá Búrfelsgjánni í Heiðmörk. Planið er að hittast á bílastæðinu hjá Vífilsstaðavatni kl 13:45 og fara svo í samfloti að gönguleiðinni (en fyrir þá sem fóru í hrillings gönguna í Þjóðhátíðar lundi vita hvaða bílastæði ég er að tala um ;9).
Ég er búin að athuga veðrið og eins og er á það að vera gott og við vonum bara að það haldist þannig. Við stefnum á að labba í svona klukkutíma en það fer eftir veðri hvort við löbbum lengur eða skemur ;D.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest svo ég geti náð góðri hópmynd af hópnum til að setja á síðuna okkar :D.

Sjáumst hress og kát á sunnudaginn :D.

Kveðja Fjóla, Helga og Kristín

Sunday, October 23, 2011

Auka ganga :D

Þar sem við höfum fengið óskir um að fara í g0ngu á mánudögum eða þriðjudögum þá ætlum við að bæta einni við á morgun. Við ætlum að labba í Hjallaflötum í Heiðmörk og hittast á bílastæðinu þar. Mér skilst að það séu gámar á bílastæðinu sem getur hjálpað ykkur að fina rétta staðinn. Við ætlum að hittast kl 17:30 og taka gott labb.
Við vonumst til að sem flestir komist. Ef þið hafið einhverjar spurningar bið ég ykkur um að hafa samband við Kristínu í síma 690-6667 þar sem hún verður yfir þessari göngu.
Ég vonast til að sjá sem flesta og að veðrið haldist gott.
Annars langaði mig að láta ykkur vita að það verður líklegast dag ganga um helgina þar sem skammdegið er að hellast óðfluga yfir okkur og við höfum ekki svo mikið að dagsbirtu eftir til að fara í seiniparts göngur á virkum dögum.
Endilega fylgist vel með síðunni okkar til að vita hvenar og hvar næsta ganga verður ;D.

Kær kveðja Fjóla Dögg

Thursday, October 20, 2011

Ganga í Hafnarfirði

Þá er komið að vikulegri göngu okkar en þar sem síðasta ganga var algjört disaster þá ætlum við að reyna að bæta fyrir það núna ;D. Það er spáð rigningu en ekki fárviðri eins og síðast þannig að við vonum að þetta verði bara léttur úði og að allir komi klæddir eftir veðri.
Við ætlum að hittast hjá Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfiðri kl 17:30 en gangan verður í kringum Ástjörn.
Þar sem það gæti verið að ég (Fjóla) komist ekki þá ætla ég að gefa upp símana hjá Kristínu: 6906667 og Helgu: 6947415 ef þið lendið í einhverjum vandræðum og þurfið frekari aðstoð.
Ég vonast samt til að sem flestir mæti :D.

Kær kveðja Fjóla

p.s. Mig langar að minna alla á HRFÍ Laugarvegsgönguna sem verður núna á laugardaginn kl 13:00. Frekari upplýsingar er hækt að fá hér http://hrfi.is/displayer.asp?page=44&Article_ID=1332&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP\~Pg44.asp

Friday, October 14, 2011

Seint kemur er kemur samt ;D

Ég er búin að vera svo upptekin í námi og svo var ég að fá hafhenda íbúðina mína í þessari viku :D. þannig að ég náði bara ekkert að fara yfir myndirnar fyrr en núna rétt í þessu :D. En það varð eitthvað lítið af spennandi myndum úr göngunni síðast og Kristín (sem tók hópmyndina) náði að eiða óvart öllum myndunum þannig að við þurfum að gera aðra tilraun í hópmyndina ;D.
En hér koma þær sem ég náði að taka :D.

Rassar upp í vindinn ;D

Rosa stuð hjá strákunum

Systurnar alltaf fínar

Sóldís fékk að koma með okkur í þessa göngu :D

Aris altaf jafn sæt

Ég minni ykkur svo á gönguna núna í dag kl 16:45 vonast til að sjá sem flesta þrátt fyrir að það sé spáð rigningu, allir komi bara klæddir eftir veðri ;D.

Kær kveðja Fjóla og góða helgi :D

Tuesday, October 11, 2011

Þjóðhátíðarlundur :D

Jæja gott fólk þá er komið að nýrri göngu hjá smáhundaklúbbnum :D. Við vinkonurnar Kristín og helga fórum á stúfana í síðustu viku og fundum fult af nýjum skemmtilegum gönguleiðum sem við ætlum að prófa í vetur.
Sá staður sem verður fyrstur fyrir valinu er Þjóðhátíðarlundur í Heiðmörk. Við ætum að hittast kl 16:45 á föstudaginn á bílastæðinu við Vífilsstaðavatn og keyra þaðan í samfloti upp að Þjóðhátíðarlundi. Þeir sem vita hvar Þjóðhátíðarlundurinn er er velkomið að keyra þangað sjálf en við hittumst þá bara á staðnum kl 17:00 :D.
Það væri gott að fá að vita hverjir ætla ða mæta svo við séum ekki að bíða endalaust eftir eihverjum sem kemur svo ekki :).
Við sjáumst þá hress og kát á föstudaginn kl 16:45 við Vífilsstaðavatn :D.

Kveðja Fjóla

Tuesday, October 4, 2011

Ganga á föstudaginn 7. október kl 17:00

Við ætlum að hittast á Geithálsi en þetta gæti verið síðasta gangan þar í smá tíma. Við Fjóla, Kristín og Helga ætlum að hittast til að ræða aðrar gönguleiðir sem við getum hist á. Ef þið vitið um einhvern frábæran stað til að fara með hóp af hundum í lausagöngu megið þið endilega senda mér tölvupóst eða setja comment við þennann póst :D.
Einnig langar okkur að láta ykkur vita að í vetur stefnum við á að færa göngurnar okkar yfir á helgarnar og hafa þá dagsgöngur (ekki kvöld göngur). Aðal ástæðan fyrir þessu er að dagurinn er miklu styttri á veturnar og því farið að rökkva svo snemma dags.
Við hlökkum svo til að sjá ykkur allar á föstudaginn.

Kær kveðja Fjóla