Jæja góðir vinir og félagar þá er komið að fyrstu göngu vetrarins. Við ætlum að fara á sunnudagin kl 14:00 og labba hjá Búrfelsgjánni í Heiðmörk. Planið er að hittast á bílastæðinu hjá Vífilsstaðavatni kl 13:45 og fara svo í samfloti að gönguleiðinni (en fyrir þá sem fóru í hrillings gönguna í Þjóðhátíðar lundi vita hvaða bílastæði ég er að tala um ;9).
Ég er búin að athuga veðrið og eins og er á það að vera gott og við vonum bara að það haldist þannig. Við stefnum á að labba í svona klukkutíma en það fer eftir veðri hvort við löbbum lengur eða skemur ;D.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest svo ég geti náð góðri hópmynd af hópnum til að setja á síðuna okkar :D.
Sjáumst hress og kát á sunnudaginn :D.
Kveðja Fjóla, Helga og Kristín
No comments:
Post a Comment