Jæja gott fólk þá er komið að vikulegri göngu smáhundahópsins. Við ætlum aftur að leggja för okkar í Geithálsinn þar sem svo margir eru búnir að læra leiðina þangað :D. Gamgan verður á fimmtudaginn næstkomandi kl 17:00 og vonumst við til að sjá sem flesta. Við leifum hundunum að hlaupa frjálsum og fá þeir þannig að kynnast betur.
Ég vonast til að sjá sem flesta, en fyrir þá sem rata ekki þá ætla ég að reyna að setja inn góða leiðarlýsingu hérna inn seina í vikunni :D.
Kær kveðja Fjóla Dögg
p.s. mig langar endilega að minna ykkur á að skrá mailið ykkar hér til hliðar í rammann fyrir neðan "Fáðu sendar upplýsingar um göngur" en þið þurfið svo að staðfesta mail sem þið fáið sent á póistinn ykkar :D.
No comments:
Post a Comment