Saturday, September 10, 2011

Myndir frá fyrstu göngunni :D

Við skemmtum okkur konunglega í fyrstu göngunni. Hundarnir léku sér og við mannfólkið spjölluðum um daginn og veginn :D. Við tókum nokkrar myndir af voffunum en gleymdum alveg að taka myndir af okkur ;9 en það verður bara næst.
Við vonumst til að sjá sem flesta í næstu göngu en við stefnum á að fara í aðra á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku.

Þetta er hann Moli minn, hann er 6 ára Chihuahua strákur og elskar alla :D

Þarna er hún Kristín að gefa voffunum smá göngu nasl :D

Þetta er Draumey en hún Kristín á hana. Hún er ca 1 og hálfs árs Chihuahua stelpa :D

Þarna eru hjónin eins og við kjósum að kalla þau en þetta er hann Moli minn (hægra meginn) og hún Emma (vinstra meginn). Helga á hana Emmu en hún er ca 2 ára Chihuahua stelpa :D.

Eins og þið sjáið var rosalega mikið stuð hjá voffunum og það var mikið um eltingaleiki :D

GAMAN :D

Þarna er Moli minn og hún Aris sem er 4 ára Papillon stelpa en hún Kristín á hana líka :D

og að lokum ein af þeim öllum. Frá vinstri Emma, Aris, Draumey og Moli.

Við hlökkum til næstu göngu og vonumst til að sjá ÞIG þar :D!!!!!!

No comments:

Post a Comment