Monday, September 26, 2011

Ganga miðvikudaginn 28. september kl 17:00

Við ætlum að hafa aðra göngu núna á miðvikudaginn kl 17:00 og hvar haldið þið... í Geithálsi ;D. Við vonumst til að sjá sem flesta og að veðrið leiki við okkur :D.

Kær kveðja Fjóla

Friday, September 23, 2011

Ný ganga :D

Við ákváðum þar sem það var svo gaman hjá okkur á fimmtudaginn að vera með aðra göngu núna á sunnudaginn kl 14:00. Við erum hækt og rólega að aðlaga okkur fyrir veturinn en þá munum við líklega færa okkur alfarið yfir á helgarnar því ekki nennum við að ganga í myrkri einhverstaðar í óbyggðum ;D.
Við ætlum aftur að hittast í Geithálsinum og vonast ég til að sjá sem flesta og sérstaklega þá sem komast aldrei á virkum dögum :D.

Kær kveðja Fjóla Dögg :D

Thursday, September 22, 2011

Myndir frá göngunni í dag :D

Ég þakka ykkur öllum stelpur fyrir frábæra göngu í dag. Ég er búin að fara yfvir myndirnar sem ég tók og sigta úr þær bestu en hér koma þær :D.

Þarna eru systkinin Ronja og Gizmó, en það er alltaf gaman hjá þeim

Kristín var vinsæl en hún stóð fyrir nammi leit fyrir hundana ;D

Aris var hress að vanda


Litli Leó sem Hilma er að passa en hann er bara 4. mánaða gamall

Aníta öldungurinn í hópnum skemmti sér konunglega og naut sín :D

Cosmo hennar Steinunnar var hress :D

Leó og Emma


Birta sæta náði að draga nánast alla fjölskylduna sína með í gönguna í þetta skiptið en við mannfólkið vorum virkilega ánægð með það :D


Gaman gaman :D

Cosmo og Leó

Aris alltaf jafn falleg þessi elska

Emma sín tók lífinu með ró :9


Aníta að hlapa til mömmu sinnar :D

Arisi finst fátt skemmtilegra en að elta bolta :D

Hilma og Kapitola með alla voffana

Ilmur og Birta urðu góðar vinkonur :D

HLAUPA!!!!!!!!!!!!!!!!!


BÖHH!!!

VÍÍÍ!!!!



Systurnar að eltast við Birtu

bolti,bolti,bolti.....

og svo eina af Cosmo sæta í lokin :D.

Takk aftur fyrir gönguna stelpur, við erum að velta fyrir okkur að vera með eina göngu núna á sunnudaginn kl 14 en við látum ykkur vita ef úr henni verður.

Knúsar og kær kveðja
Fjóla Dögg

Monday, September 19, 2011

Ganga fimmtudaginn 22. september kl 17:00!!

Jæja gott fólk þá er komið að vikulegri göngu smáhundahópsins. Við ætlum aftur að leggja för okkar í Geithálsinn þar sem svo margir eru búnir að læra leiðina þangað :D. Gamgan verður á fimmtudaginn næstkomandi kl 17:00 og vonumst við til að sjá sem flesta. Við leifum hundunum að hlaupa frjálsum og fá þeir þannig að kynnast betur.
Ég vonast til að sjá sem flesta, en fyrir þá sem rata ekki þá ætla ég að reyna að setja inn góða leiðarlýsingu hérna inn seina í vikunni :D.

Kær kveðja Fjóla Dögg

p.s. mig langar endilega að minna ykkur á að skrá mailið ykkar hér til hliðar í rammann fyrir neðan "Fáðu sendar upplýsingar um göngur" en þið þurfið svo að staðfesta mail sem þið fáið sent á póistinn ykkar :D.

Wednesday, September 14, 2011

Myndir úr göngu 14. september :D

Mig langar að byrja á að þakka öllum sem komu og þeirri sem komst næstum því ;D. Ég hlakka mikið til að hitta ykkur allar aftur og hundana en ég mun auglýsa göngu næstu viku fljótlega :D. Einnig langar mig að minna á smáhundadaga í Garðheimum um helgina og vonast ég til að sjá ykkur þar með hundana :D.
Ég tók með mér myndavélina í gönguna og smellti af nokkum myndum af hundunum og eigendum ;D.

Þarna er hún Ronja hennar Kapitolu og hann Moli minn að kynnast :D

Moli kominn á fult í eltingaleik með Birtu hennar Margrétar ;)

Moli, Birta og Zorro hennar Hilmu sem var svona líka hrifin af Mola ;D

Það var einhver ónefndur sem pissaði á hausinn á Emmu hennar Helgu þannig að Helga tók málið í sínar hendur og skolaði á henni hausinn ;D

Ronja og Emma

Og þetta er hann Gizmó hennar Kapitolu :D

Aris sæta hennar Kristínar var hress með boltann sinn

Aris fína

á flugi að leita að boltanum

Svona líka gaman hjá Birtu og Arisi

Litla krúttið

Moli og Birta

Mér finnst þessi mynd svo æðisleg. Það er alveg eins og Gizmó sé að undirbúa að bregða Mola sem er alveg glórulaus ;D

Þarna erum við svo allar saman eftir gönguna, frá vinstri (sorry en ég man ekki hvað vinkona þín/systir heitir Margrét :S) Helga, Margrét, Kapitola, Himla og Kristín :D.

En og aftur takk fyrir gönguna stelpur ég skemmti mér konunglega :D.

Fjóla

p.s. mig langar en og aftur að minna á að þið skráið mailið ykkar hérna til hliðar svo þið fáið sendar upplýsingar um göngur í pósti :D.

Monday, September 12, 2011

14. september kl 17:00 verður ganga :D

Við ætlum í aðra göngu núna á miðvikudaginn kl 17 og viljum endilega ða sem flestir fjölmenni. Við ætlum aftur að labba í Geithálsi enda er það alveg eðal staður ;D.
Mig langar að vekja athyggli ykkar að því að þið getið skráð netfangið ykkar hér til hliðar og fengið sendan póst um hvenar göngur verða sem getur komið sér vel :D.
Við vonumst til að sjá sem flesta.

Kær kveðja Fjóla Dögg fjolaogmoli@gmail.com.

p.s. ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar þá sendið þið bara á mig mail :D.

Saturday, September 10, 2011

Myndir frá fyrstu göngunni :D

Við skemmtum okkur konunglega í fyrstu göngunni. Hundarnir léku sér og við mannfólkið spjölluðum um daginn og veginn :D. Við tókum nokkrar myndir af voffunum en gleymdum alveg að taka myndir af okkur ;9 en það verður bara næst.
Við vonumst til að sjá sem flesta í næstu göngu en við stefnum á að fara í aðra á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku.

Þetta er hann Moli minn, hann er 6 ára Chihuahua strákur og elskar alla :D

Þarna er hún Kristín að gefa voffunum smá göngu nasl :D

Þetta er Draumey en hún Kristín á hana. Hún er ca 1 og hálfs árs Chihuahua stelpa :D

Þarna eru hjónin eins og við kjósum að kalla þau en þetta er hann Moli minn (hægra meginn) og hún Emma (vinstra meginn). Helga á hana Emmu en hún er ca 2 ára Chihuahua stelpa :D.

Eins og þið sjáið var rosalega mikið stuð hjá voffunum og það var mikið um eltingaleiki :D

GAMAN :D

Þarna er Moli minn og hún Aris sem er 4 ára Papillon stelpa en hún Kristín á hana líka :D

og að lokum ein af þeim öllum. Frá vinstri Emma, Aris, Draumey og Moli.

Við hlökkum til næstu göngu og vonumst til að sjá ÞIG þar :D!!!!!!