Monday, February 27, 2012

Taumganga í Kópavogsdal

Við ætlum að hittast þann 29. febrúar sem er miðvikudagur kl 19:30 hjá Digraneskirkju og labba saman í kópavogsdalnum. Þessi ganga verður öll í taum og ætlum við því að leifa stærri hunda með í þetta skiptið :D.
Vonumst til að sjá sem flesta.

Kær kveðja Fjóla, Kristín, og Helga

p.s. ef það eru einhverjar upplýsingar getið þið haft samband við Kristínu ó síma 690-6667

Thursday, February 23, 2012

Heiðmerkur ganga á föstudaginn 24. febrúar kl 17:00

Það verður smáhundaganga á morgun (föstudag) kl 17:00 á Hjallaflötum í Heiðmörk. Stemt er að því að hittast á bílaplaninu þar sem gámarnir eru og ganga þaðan.
Við vonumst til að sjá sem flesta og að veðrið leiki við okkur :D.
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um staðsetningu getið þið haft samband við Kristínu í síma 690-6667.

Kær kveðja Fjóla, Kristín og Helga :D


Saturday, February 18, 2012

Ganga á sunnhudaginn kl 14:00

Það verður smáhundaganga núna á sunnidaginn 19. febrúar hjá Reynisvatni í Grafarholtinu kl 14:00. Vonumst til að sjá sem flesta þar með voffana sína og njóta konudagsins saman :D með hundunum okkar.
Ef einhverjum vantar frekari upplýsingar um hvernig á að komast að Reynisvatni þá sér Kristín um þessa göngu og síminn hjá henni er 6906667.

Kær kveðja Fjóla

Friday, February 3, 2012

BREITTUR TÍMI!!!! Ganga á laugardaginn kl 14:00

Við ætlum að vera með göngu á gamla góða staðnum okkar Geithálsi kl 14 á morgun laugardaginn 4. febrúar.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest og ef yllir vantar upplýsingar um hvernig á að komast þá megið þið hringja í mig eða skrolla niður og skoða gamla pósta þar sem einhver lýsing á leiðinni er ;D.

Kær kveðja Fjóla

Thursday, January 26, 2012

Smáhundaganga laugardaginn 28. janúar kl 16:00

Við ætlum að labba í Mosfelsbænum á laugardaginnn 28. janúar kl 16:00 á samka stað og síðast og vonumst til að þið komist sem flest :D.
Þegar komið er frá bænum er keyrt útaf á þriðja afreininni á fyrsta hringtorginnu í Mosfellsbæ s.s þið keyrið ramhjá einu sef fer í Grafarvoginn.
Þegar þið hafið keyrt úr hringtorginu ættuð þið að sjá sveitabæ (Blikastaði) ykkur á vinstri hönd. Þegar þið komið að næsta litla hringtorgi beyjið þið útaf í átt að sveitabænum (þrija afrein) en svo strax beyjið þið útaf á malar svæði til hægri og leggið á stóru malar plani þar til hliðar :D.
Ég (Fjóla) muns svo hitta ykkur þar og leiða ykkur áfram í smá lausa hlaup.
Vonandi eru leiðbeiningarnar nógu nákvæmar en ef þið ledið í vanda getið þið hringt í mig s: 869-3978
Við ætlum að vera með fyrirvara með þessari göngu að ef við sjáum að veðrið lofar ekki góðu þá setjum við tilkynnigu um að göngunni hafi verið frestað vegna veðurs.

Sjáumst hress og kát með voffana okkar.

Friday, January 20, 2012

Smáhundaganga í Mosfellsbæ

Jæja þá ætlum við loksins að fara fyrstu skipulögðu gönguna á nýju ári.
Við ætlum að labba í Mosfelsbænum á laugardaginnn 21. janúar kl 15:00 í þetta skiptið og vonumst til að þið komist sem flest :D.
Þegar komið er frá bænum er keyrt útaf á þriðja afreininni á fyrsta hringtorginnu í Mosfellsbæ s.s þið keyrið ramhjá einu sef fer í Grafarvoginn.
Þegar þið hafið keyrt úr hringtorginu ættuð þið að sjá sveitabæ (Blikastaði) ykkur á vinstri hönd. Þegar þið komið að næsta litla hringtorgi beyjið þið útaf í átt að sveitabænum (þrija afrein) en svo strax beyjið þið útaf á malar svæði til hægri og leggið á stóru malar plani þar til hliðar :D.
Ég (Fjóla) muns svo hitta ykkur þar og leiða ykkur áfram í smá lausa hlaup.
Vonandi eru leiðbeiningarnar nógu nákvæmar en ef þið ledið í vanda getið þið hringt í mig s: 869-3978

Kær kveðja Fjóla

Thursday, December 8, 2011

Ganga á laugardaginn 10. des kl 13

Þá er komið að vikulegri göngu hjá okkur. Við ætlum að hittast aftur á Geithálsinum þar sem það er svo æðislega þægilegt svæði til að hittast á.
Við vonumst til að sjá sem flesta og að allir fái að skemmta sér vel :D.
Ef þið þekkið einhverja sem vita ekki af okkur og hafa áhuga endilega bjóðið þeim með :D.

Kv Fjóla