Thursday, December 8, 2011

Ganga á laugardaginn 10. des kl 13

Þá er komið að vikulegri göngu hjá okkur. Við ætlum að hittast aftur á Geithálsinum þar sem það er svo æðislega þægilegt svæði til að hittast á.
Við vonumst til að sjá sem flesta og að allir fái að skemmta sér vel :D.
Ef þið þekkið einhverja sem vita ekki af okkur og hafa áhuga endilega bjóðið þeim með :D.

Kv Fjóla

Friday, December 2, 2011

Ganga á sunnudaginn 4. desember kl 11

Jæja gott fólk þá er komið að alvöru vetrar göngu. Hún Kristín ætlar að sjá um gönguna um helgina þar sem Helga er hálf fótlama og ég Fjóla er að syngja á endalausum æfingum vegna jólatónleika og kemst ekki.
En það verður ganga kl 11 á sunnudaginn 4. desember og verður gangan í kringum Ástjörn og ætlum við að hittast kl 11 hjá Haukahúsinu.
Við vonumst til að sem flestir komist þrátt fyrir að við séum vant við látnar ;D. EN svo langar okkur endilega að vera með skemmtilega jólagöngu fyrir jól.
Eigið það gott.

Kveðja Fjóla og Kristín

p.s. síminn hjá Kristínu er 6906667